Fleiri fréttir

Nýja línan er inn­blásin af drauma­heiminum

Nýjasta lína fatahönnuðarins Hildar Yeoman var að koma í sölu en línan var frumsýnd í sumar á Listahátíð við góðar undirtektir. Hildur segir þessa nýju línu vera nokkuð frábrugðna eldri línum en í henni leynast meðal annars kápur, kjólar og hátíðlegt skart.

Segir skilið við Júniform

Birta Björnsdóttir fatahönnuður hefur sagt skilið við fatamerkið Júniform sem flestar ef ekki allar íslenskar stelpur kannast við. Hún er nú komin með nýja línu á markaðinn og ber hún nafnið By Birta.

Alicia Keys með íslenska slæðu

Ingibjörg Gréta Gísladóttir leikkona fer ekki troðnar slóðir í lífinu. Hún ákvað að snúa baki við leiklistinni og hefja framleiðslu á silkislæðum. Meðal þeirra sem skarta slæðum eru Alicia Keys og Kardashian-systur.

Karl Lagerfeld velur íslenskt

Tískukóngurinn Karl Lagerfeld notar íslenskar húðvörur en þetta kemur fram í nýjasta tölublaði franska Vogue.

Langar að líta út eins og 2007-hnakki

Jóhann Kristófer Stefánsson tók nýverið við sem yfirhönnuður hjá fatamerkinu JÖR ásamt fatahönnuðinum Steinunni Eyju Halldórsdóttur. Jóhann er þó ekki menntaður fatahönnuður heldur er hann sviðshöfundur sem er góður grunnur fyrir fyrir alla sköpun að hans mati.

Grænn silkikjóll varð fyrir valinu

Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir er búin að finna jóladressið þetta árið. Hún leitaði ekki lagt yfir skammt því hún klæðist sinni eigin hönnun yfir hátíðirnar.

Hjartað fær að vera úr skínandi gulli

Skartgripahönnuðirnir Orri Finnbogason og Helga G. Friðriksdóttir, sem hanna undir merkinu Orrifinn Skartgripir, senda frá sér sína fimmtu skartgripalínu í dag. Línan kallast Milagros og er innblásin af ferðalagi þeirra um Mexíkó og Perú. "Já, í fyrra fórum við í þessa langþráðu reisu og lögðum mikla áherslu á að skoða fornleifar og gömul hof sem Astekar, Majar og Inkar hafa skilið eftir sig,“ segir Helga.

Svala Björgvins fékk sér tvö ný tattú

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir er forfallin áhugakona um húðflúr og skartar nokkrum flúrum sjálf. Nýverið fékk hún sér tvö ný tattú á handleggina sem eru innblásin af kvikmyndinni Blade Runner.

Tískan við þing­setningu

Það voru allir í sínu fínasta pússi við þingsetningu á þriðjudaginn. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, vakti sérstaka athygli en hún klæddist ansi smart dragt. Sömuleiðis vakti Framsóknarkonan Þórunn Egilsdóttir lukku en hún klæddist sínum allra fínustu fötum.

Maísbaun sem poppast út

Birna Karen Einarsdóttir, fatahönnuður hefur opnað Birna pop up shop á Eiðistorgi til 12 desember. Hugmyndin er að bjóða konum uppá að kaupa fatnað sem er ekki bundin við neinar sérstakar árstíðir.

Sjá næstu 50 fréttir