Fleiri fréttir

Sjáðu klúður aldarinnar

Eitt ótrúlegasta klúður knattspyrnusögunnar leit dagsins ljós er lið Valour FC og HFX Wanderers áttu við í kanadísku úrvalsdeildinni á sunnudag. Leikmaður Valour var með boltann nánast inn í marki HFX og virtist ætla að pota honum yfir línuna en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta boltanum svo gott sem í innkast. Sjón er sögu ríkari.

Um­fjöllun: Aftur spillti svekkjandi víti fyrir góðri byrjun stelpnanna okkar á EM

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var nálægt því að byrja Evrópumótið í Englandi á besta mögulega hátt en varð á endanum að sætta sig við 1-1 jafntefli á móti Belgíu í dag. Íslensku stelpurnar klúðruðu víti, komust yfir og fengu síðan nokkur ágæt tækifæri en niðurstaðan var engu að síður bara eitt stig.

Live at the Range: Kylfingar hita upp fyrir Opna breska

Í fyrsta skipti verður hægt að fylgjast með kylfingum undirbúa sig fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. Þættirnir Live at the Range munu fylgjast með undirbúningi helstu kylfinga strax frá mánudegi og í raun þangað til mótinu lýkur.

Óbólusettir leikmenn fá ekki félagaskipti

Knattspyrnufélög víðsvegar um Evrópu hætta að spyrjast fyrir um leikmenn sem þau sækjast eftir ef þau komast af því að leikmennirnir eru ekki bólusettir.

Dagskráin: Golf og Besta-deildin

Stöð 2 Sport er með fimm beinar útsendingar í dag. Opna breska mótaröðin í golfi og Besta-deild karla í fótbolta eru í aðalhlutverkum. 

Dybala gæti fyllt skarð Ronaldo hjá United

Paulo Dybala er laus allra mála hjá Juventus eftir að samningur hans við félagið rann út í maí. Talið var að Dybala myndi skrifa undir samning við Inter Milan en nú virðist Manchester United vera líklegari áfangastaður.

Jafn­tefli Ís­lands og Belgíu í myndum

Ísland og Belgía mættust í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en hér að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók.

„Þurfum að nýta færin betur og vera að­eins gráðugri á síðasta þriðjungi“

„Maður er stoltur, góð tilfinning og við vorum með mjög góða tilfinningu fyrir leikinn. Allir bláir í stúkunni og geggjuð stemmning en auðvitað hefði maður viljað ná í þrjú stig og sigur í dag,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta í dag.

„Þetta var draumi líkast“

Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Íslands hönd á stórmóti er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í dag. Sandra var hins vegar að mæta til leiks á sitt fjórða stórmót en þangað til nú hefur hún þurft að verma varamannabekk Íslands.

Gunnhildur Yrsa: „Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig“

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM sem fram fer á Englandi. Gunnhildur fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik sem skilaði Belgum jöfnunarmarkinu.

Svein­dís Jane best en Gló­dís Perla og Karó­lína Lea ekki langt undan

Að mati Íþróttadeildar Vísis þá var Sveindís Jane Jónsdóttir besti leikmaður Íslands í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki langt þar á eftir. Almennt átti íslenska liðið góðan dag en því miður féll þetta ekki með Íslandi í dag.

„Ég þurfti bara að vinna upp fyrir þetta klúður“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2022 í 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils. Hún nætti þá upp fyrir vítaspyrnu sem hún lét verja frá sér í fyrri hálfleik og segir það hafa verið mikinn létti.

„Þetta dettur með okkur í næsta leik“

„Held að við áttum meira skilið, áttum fullt af góðum færum – dauðafærum – og hefðum getað skorað úr vítinu en svona er þetta bara,“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir í viðtali við RÚV eftir landsleik Íslands og Belgí á EM kvenna í fótbolta.

Leik lokið: Belgía-Ís­land 1-1 | Allt jafnt í Manchester

Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór.

Andri Lucas orðaður við Norrköping

Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Real Madrid, er sagður vera á leið til sænska liðsins Norrköping samkvæmt sænskum fjölmiðlum í dag.

Íslenskar varamínútur í sænska boltanum

Valgeir Lundal Friðriksson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Alex Þór Hauksson komu allir inn af varamannabekknum í leikjum sinna liða í efstu tveimur deildum sænska fótboltans í dag.

Leclerc tók þrisvar framúr Verstappen

Charles Leclerc fór með sigur af hólmi í Formúlu 1-kappakstrinum sem fram fór í Austurríki í dag. Leclerc tók þrisvar sinnum framúr Max Verstappen í kappakstrinum og kom að lokum fyrstur í mark.

Tasmaníu djöfullinn spilar með íslenska landsliðinu

Hluti af því að fara á stórmót eins og Evrópumótið í Englandi er að fara í viðtöl og myndatökur. Það eru ekki bara fjölmiðlar sem vilja slíkt heldur líka heimasíðu Knattspyrnusambands Evrópu.

Sara Björk verður Sara Be-yerk

Utanríkisráðuneyti Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um framburð á nöfnum stelpnanna okkar í landsliði kvenna í knattspyrnu. Liðið leikur sinn fyrsta leik á Evrópumótinu gegn Belgum síðar í dag.

Ferdinand kemur Ronaldo til varnar

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segist skilja gremju Cristiano Ronaldo vel og segir að hann sjálfur væri óánægður hjá félaginu ef það væri í sömu stöðu og það er í dag, á hans tíma hjá Manchester United.

Siggi Sig sigur­vegari og Lands­móti lokið

Fjöldi gesta af Lansdsmóti hestamanna hélt heim á leið í gærkvöldi eftir glæsileg tilþrif í A-flokki gæðinga þar sem Kolskeggur frá Kjarnholtum og Sigurður Sigurðarson fóru með sigur af hólmi. 

Valur bætir í flóruna af framherjum

Karlalið Vals í fótbolta hefur fengið nýjan framherja til liðs við sig. Um að ræða danska leikmanninn Frederik Ihler en hann kemur frá AGF sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir