Fleiri fréttir

Úkraínuforseti hvetur til að sett verði hafnbann á Rússa um allan heim

Allt bendir til að Rússar séu að safna liði til stórsóknar í austurhluta Úkraínu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag segir ekkert að marka yfirlýsingar þeirra um að hernaðaraðgerðum væri lokið í norðurhluta landsins. Forseti Úkraínu skorar á ríki heims að setja hafnbann á rússnesk skip.

Sundrung innan sam­einaðrar stjórnar­and­stöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans

Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans.

Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott

Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum.

Einn fórst og nokkrir slösuðust í snjóflóðum í Noregi

Einn fórst og þrír slösuðust í snjóflóði sem féll í firðinum Lyngen í Troms í Noregi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Um var að ræða hóp erlendra ferðamanna en einn til viðbótar komst úr flóðinu án meiðsla. 

Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 

Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu á við alla íbúa Króatíu

Í dag náði fjöldi flóttamanna frá Úkraínu að fara yfir fjórar milljónir eða sem samsvarar öllum íbúum Króatíu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag treystir ekki yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum segir ganga vel að afvopna Rússa.

Flugu vísvitandi inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn

Rússneskar orrustuþotur sem flogið var inn í lofthelgi Svíþjóðar í byrjun mánaðarins báru kjarnorkuvopn. Með þessu eru Rússar sagðir hafa viljað ógna Svíum en um þetta leyti var verið að tala um aukinn áhuga á NATO-aðild í Svíþjóð og Finnlandi.

Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar

Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað.

Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins.

Fleiri greinst með Co­vid í Kína það sem af er ári en allt árið 2021

Yfir hundrað milljón tilfelli kórónuveirusmits hafa nú greinst í Asíu en faraldurinn er í mikilli uppsveiflu í álfunni um þessar mundir vegna undirafbrigðis ómíkron, BA.2. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða til að hemja útbreiðsluna, þar á meðal í Shanghai þar sem útgöngubann er í gildi. 

Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna

Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni.

Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar

Upplýsingar um símtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á tæplega átta klukkustunda tímabili vantar inn í gögn Hvíta hússins frá deginum þegar stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Þingnefnd sem hefur árásina á þinghúsið til rannsóknar kannar nú hvort Trump hafi notað aðrar og óformlegar leiðir til að ræða við starfsmenn sína og stuðningsmenn.

Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett

Her Suður-Kóreu segir að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi sviðsett eldflaugaskot þann 24. mars. Einræðisstjórn Kim Jong Un hafi þóst skjóta Hwasong-17 eldflaug á loft, sem er sú stærsta sem Kóreumenn eiga, en þess í stað skotið smærri og eldri eldflaug af gerðinni Hwasong-15.

Fimm skotnir til bana í út­hverfi Tel Avív

Fimm voru skotnir til bana af palestínskum byssumanni í úthverfi ísraelsku stórborgarinnar Tel Aviv í nótt. Þetta er þriðja slíka banvæna árásin á einni viku.

Fyrstu raunhæfu skrefin stigin í átt til friðar í Úkraínu

Nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Sjö óbreyttir borgarar féllu í árás á stjórnarbyggingu í Mykolaiv í dag og fjöldi manns særðist.

Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár

Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar.

Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum

Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO.

Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd

Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín.

Tekur ummælin um Pútín ekki til baka

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að taka ummæli hans um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti geti ekki verið áfram við völd, til baka. Biden segir þó að orð hans feli ekki í sér stefnubreytingu af hálfu bandarískra yfirvalda.

Vaktin: Úkraínski herinn sækir á

Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu

Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna.

Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið

Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar.

Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins

Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 

Segja Rússa beita efna­vopnum í Austur-Úkraínu

Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. 

Sjá næstu 50 fréttir