Fleiri fréttir

Jörðinni stafar ekki ógn af smástirnum næstu hundrað ár

Geimferðastofnun Bandaríkjanna segir jarðarbúum ekki lengur stafa ógn af smástirninu Apophis. Ja, að minnsta kosti ekki næstu hundrað ár. Nasa hafði áður útnefnt Apophis það smástirni sem væri einna hættulegast jörðinni.

Osbourne deilir örlögum Morgan og er látin taka pokann sinn

Raunveruleikaþáttastjarnan Sharon Osbourne mun ekki snúa aftur í spjallþáttinn The Talk, eftir heita umræðu í þættinum um rasisma. Umræðan átti sér stað í kjölfar þess að Osbourne lýsti yfir stuðningi við sjónvarpsmanninn Piers Morgan.

Salmond formaður nýs sjálfstæðis-flokks

Alex Salmond, fyrrverandi forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, verður formaður nýs stjórnmálaflokks sem mun berjast fyrir aðskilnaði frá Bretlandi. Alba-flokkurinn var stofnaður í janúar og mun bjóða fram í þingkosningunum 6. maí.

Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum

Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga.

Danir bíða lengur með bóluefni AstraZeneca

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að framlengja tímabunda stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca fram í miðjan apríl. Notkunin var stöðvuð vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið fyrir um tveimur vikum.

Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun

Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun.

Enn skjóta Norðurkóreumenn eldflaugum

Bandarísk og japönsk stjórnvöld segja að einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hafi skotið tveimur skotflaugum í Japanshaf þrátt fyrir að henni sé bannað að gera slíkar tilraunir. Þetta er í fyrsta skipti sem Norður-Kórea gerir eldflaugatilraun af þessu tagi eftir að Joe Biden varð forseti Bandaríkjanna.

Hættir við hertar páskaaðgerðir og biðst afsökunar

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur fallið frá áformum um enn harðari aðgerðir yfir páskana aðeins rúmum sólarhring eftir að tilkynnt var um þær. Merkel segist hafa gert mistök og að hún beri ábyrgð á U-beygjunni.

Konum á miðjum aldri hættara við lang­tíma­veikindum af Co­vid

Rannsóknir á Bretlandi benda til þess að konur á fimmtugs- og sextugsaldri sem leggja þarf inn á sjúkrahús með Covid-19 séu líklegri en aðrir til þess að lenda í langvarandi einkennum eftir að þær eru útskrifaðar. Þær sem eiga fyrir við undirliggjandi heilsubrest að stríða virðast einnig í meiri áhættu.

Stefnir í enn eitt þráteflið í Ísrael

Horfur eru á því að fylking hægriflokka undir forystu Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, nái ekki meirihluta þingsæta í kosningunum sem fóru fram í Ísrael í gær. Jafnvel gæti svo farið að lítill flokkur arabískra íslamista verði í oddastöðu þegar endanlegar niðurstöður liggja fyrir.

Skutu sjö ára barn til bana í Búrma

Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu.

ESB hyggst takmarka útflutning á bóluefni

Ríki utan Evrópusambandsins þurfa sérstakt leyfi til þess að fá að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni þaðan samkvæmt hertum takmörkunum sem búist er við að verði kynntar í Brussel í dag. Takmarkanirnar eru taldar koma harðast niður á Bretlandi og Bandaríkjunum.

Berlusconi á sjúkrahúsi

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur legið á sjúkrahúsi frá því á mánudag. Ekki hefur verið greint frá því hvað plagar Berlusconi en ekki er gert ráð fyrir að hann geti komið fram opinberlega á næstunni.

Öngþveiti í Súesskurði

Súesskurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær.

Líkur á hægrisinnuðustu ríkisstjórninni í sögu Ísrael

Samkvæmt útgönguspám verðu Likud-flokkur forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu enn stærsti flokkur landsins eftir kosningarnar sem fram fóru í dag en hann mun þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka á hægri vængnum til að mynda meirihluta.

Ný bylgja muni brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga

„Eftir á að hyggja er eflaust margt sem við vildum óska að við hefðum vitað og margt sem við vildum óska að við hefðum gert öðruvísi, eftir á að hyggja, af því að við vorum að berjast við nýjan sjúkdóm undir allt öðruvísi kringumstæðum en nokkur fyrrverandi stjórnvöld gátu ímyndað sér.“

Þjóðverjar skella í lás yfir páskana

Sóttvarnaaðgerðir í Þýskalandi verða framlengdar um þrjár vikur og hertar verulega yfir páskana. Ástæðan er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem gengur nú yfir Þýskaland og ýmis önnur Evrópuríki.

Kynsvall og misnotkun í ástralska þinghúsinu

Einn háttsettur ráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið látinn taka poka sinn eftir að myndbönd af kynsvalli starfsfólks í þinghúsinu voru birt í gær. Kona sem vann fyrir ríkisstjórnina segist hafa verið nauðgað af samstarfsmanni en hún hafi verið beitt þrýstingi um að tilkynna það ekki lögreglu.

Fjórðu kosningarnar á tveimur árum

Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú.

Kynnti lang­tíma­á­ætlun um til­slakanir næstu tvo mánuði

Dönsk stjórnvöld komust í kvöld að samkomulagi um að danskt samfélag skuli verða opið að mestu þegar allir 50 ára og eldri hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þá var kynnt ítarleg langtímaáætlun um tilslakanir á sóttvarnareglum næstu tvo mánuði.

Breska af­brigðið auki líkur á inn­lögn

Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi.

Mikill eldsvoði í flóttamannabúðum róhingja

Þúsundir róhingja eiga nú engan stað til að halla höfði sínu vegna mikil eldsvoða sem blossaði upp í flóttamannabúðum þeirraí sunnanverðu Bangladess í dag. Hundruð tjalda hafa orðið eldinum að bráð og er óttast að fólk hafi farist.

Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini

Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið.

Sjá næstu 50 fréttir