Fleiri fréttir

Fimmta hvert sýni í Stokk­hólmi já­kvætt

Alls voru sýni tekin hjá 42 þúsund manns í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í síðustu viku og greindust alls fimmtungur þeirra með Covid-19. Álag á heilbrigðiskerfið í Svíþjóð hefur aukist mikið síðustu daga og vikur vegna fjölgunar tilfella.

Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh

Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði.

Valda­miklir leið­togar bíða með að óska Biden til hamingju

Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju.

Trump skiptir út varnar­mála­ráð­herranum

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter fyrir skömmu að Mark Esper væri á förum úr embætti varnarmálaráðherra og að Christopher C. Miller væri tekinn við sem starfandi varnarmálaráðherra.

Rúss­nesk her­þyrla skotin niður af Aserbaídsjan

Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh.

Ekkert neyðar­frum­varp um minkana

Ríkisstjórn Danmerkur hætti í dag við um að leggja fram neyðarfrumvarp, sem fengi skjótari meðferð á þingi, um að drepa alla minka í landinu.

Momala, „skrímsli“, Pioneer

Bandaríska leyniþjónustan hefur þá hefð að gefa einstaklingum undir sínum verndarvæng sérstök viðurnefni. Clinton var Eagle, Bush yngri Tumbler og síðar Trailblazer, Obama Renegade og Trump Mogul.

Hættir í kjöl­far um­mæla um banda­rísku kosningarnar

Mart Helme, innanríkisráðherra Eistlands og meðlimur hægri öfgaflokksins Ekre, hefur sagt af sér embætti í kjölfar umræðu um orð sem hann lét falla í lok síðustu viku þar sem hann efaðist um sigur Joes Biden í bandarisku forsetakosningunum.

Fyrirskipaði loftárásir í Tigray héraði

Forsætisráðherra Eþíópíu fyrirskipaði í gær loftárásir í Tigray héraði og óttast margir að borgarastríð sé að brjótast út í þessu næstfjölmennasta ríki Afríku.

Eta farin að hafa áhrif í Flórída

Hitabeltisstormurinn Eta er nú kominn að ströndum Flórídaríkis í Bandaríkjum og mun hafa afleiðingar í dag þar sem ýmissi þjónustu hefur þegar verið lokað.

Rúm­lega 270 létust í gær í Frakk­landi vegna Co­vid

271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn.

Skaut prestinn vegna gruns um fram­hjá­hald

Maðurinn sem grunaður var um að hafa skotið prest grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í borginni Lyon í Frakklandi fyrir rúmlega viku síðan hefur játað verknaðinn.

„Ég verð ekki sú síðasta“

Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, hélt í nótt ræðu þar sem hún heiðraði konur sem hún segir hafa rutt brautina fyrir sig. Hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna.

Bein útsending: Sigurræða Bidens

Joe Biden, sem lýstur var sigurvegari í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag, mun halda sigurræðu sína í Wilmington í Delaware. Viðburðurinn hefst klukkan eitt að íslenskum tíma og horfa má á hann í beinni útsendingu hér að neðan.

Undarleg staðsetning blaðamannafundar Giuliani vekur athygli

Undarlegur blaðamannafundur Rudy Giuliani, lögmanns Donalds Trump, í dag hefur vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að staðsetning hans þótti afar undarleg, auk þess sem að á sama tíma og fundurinn stóð yfir var tilkynnt að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hefði unnið sigur í forsetakosningunum.

Biden sigraði, hvað svo?

Joe Biden mun verða 46. forseti Bandaríkjanna eftir að hafa borið sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi samkvæmt mati helstu fjölmiða á úrslitum kosninganna. Biden hefur unnið sigur í ríkjum sem tryggja honum fleiri en þá 270 kjörmenn sem þarf til þess að sigra í kosningunum. En hvað gerist næst?

Trump viðurkennir ekki ósigur

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hyggst ekki viðurkenna ósigur í forsetakosningum ytra þrátt fyrir að fjöldi fjölmiðla hafi lýst Biden sem sigurvegara eftir að sá síðarnefndi rauf 270 kjörmanna múrinn síðdegis í dag.

Pennsylvanía færir Biden sigurinn

Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN lýsti Biden sigurvegara í ríkinu.

Sjá næstu 50 fréttir