Fleiri fréttir

Keypti Kjarvals­verk og gjald­eyri með peningum tí­ræðra systra

Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli konu á sextugsaldri, sem er ákærð fyrir að hafa féflett tvær systur á tíræðisaldri, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún er sökuð um að hafa ráðstafað tæpum 80 milljónum króna af bankareikningum systranna í eigin þágu. 

Þakk­látur fyrir stuðning Sól­veigar Önnu

Vilhjálmur Birgisson, frambjóðandi til formanns Starfsgreinasambandsins, segist þakklátur fyrir stuðning Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Hann kveðst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu og telur sig geta unnið með öllum stéttarfélögum.

Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði.

Björguðu villtum ferða­mönnum við gos­stöðvarnar

Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu villtum ferðamönnum til aðstoðar við gosstöðvarnar í Geldingadal fyrr í dag. Ferðamennirnir höfðu verið á gangi í sex klukkustundir en voru nokkuð brattir miðað við aðstæður.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá þeirri sögulegu staðreynd að frá og með deginum í dag á íslenska ríkið í fyrsta skipti frá hruni ekki lengur meirihluta í íslensku viðskiptabönkunum. Bankasýslan seldi fagfjárfestum tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í morgun með 2,5 milljarða afslætti þrátt fyrir umfram eftirspurn eftir bréfunum.

Stjórnvöld hætta að niðurgreiða hraðpróf

Reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19 fellur úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Með tilkomu reglugerðarinnar gátu einkafyrirtæki boðið fólki upp á endurgjaldslaus hraðpróf.

Okkar Astrid Lindgren kveður

Eftir að andlátsfregn birtist, að Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður væri látin, hafa fjölmargir lýst yfir aðdáun sinni á þessum áhrifamikla rithöfundi, og kvatt hana með miklu þakklæti. Þjóðin syrgir nú einn sinn allra vinsælasta höfund.

Sammála Villa sem muni ekki loka sig inni á skrifstofunni

Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, lýsir yfir fullum og einlægum stuðningi við framboð Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, til formanns Starfsgreinasambandsins. Þing sambandsins hefst síðdegis en núverandi formaður lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól.

Síðasti gestur farsóttarhúsa kvaddi í morgun

Í morgun urðu þau merku tímamót að síðasti gestur farsóttar- og sóttvarnarhúsa Rauða krossins gekk út. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir þetta merk tímamót og ljúfsár. Þegar ungur maður var kvaddur með virtum, sá síðasti.

Guðrún Helgadóttir er látin

Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri.

Mikil­vægt að nýr for­maður nái að lægja öldur

Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra en Rússneska sendiráðið á Íslandi hefur krafist þess að hann biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum.

Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar

Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu.

Hyggja á hval­veiðar í sumar

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp.

Krefja Sigurð Inga um af­sökunar­beiðni vegna um­mæla um „ill­mennin í Kreml“

Rússneska sendiráðið í Reykjavík fer fram á það að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina um „illmennin í Kreml.“ Sendiráðið segist líta á ummæli ráðherrans sem afskipti af innanríkismálum Rússlands og að það sé ekki við hæfi að hann tjái sig um þau mál.

Um­fangs­mikil varnar­æfing við Ís­lands­strendur í byrjun apríl

Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi.

Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu

Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum.

Stefnir á að frumvarp um af­glæpa­væðingu verði á dag­skrá í haust

Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 

Gagn­rýnir á­form um fækkun sýslu­manns­em­bætta

Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann.

Ís­lendingum beri skylda til að standa vörð um ó­byggðirnar

Jarðfræðingur telur að nákvæmasta kortlagning íslenskra óbyggða til þessa, sem kynnt var í dag, muni nýtast vel við friðlýsingar framtíðarinnar. Breskur stjórnandi kortlagningarinnar segir að Íslendingum beri skylda til þess að vernda svæðin.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum höldum við áfram að fjalla um afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu en nú hafa um 3,5 milljónir manna, aðallega konur og börn, flúið landið. Rússneskir hermenn skutu á mótmælendur í borginni Kherson í gær og kallar Zelenskyy forseti Úkraínu rússneska hermenn þræla áróðurs Putiins sem skjóti á frjálst fólk.

Hefur miklar áhyggjur af systur sinni og kallar eftir breytingum

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að sex sinnum hafi þurft að pumpa lífi í systur sína í síðustu viku vegna ofneyslu. Nú liggi hún á geðdeild og bíði þess að lenda á götunni eftir tvo til þrjá daga. Systirin hafi fengið sömu slöku spil á hendi og hann sem barn en ólíkt honum ekki átt neina útgönguleið.

Þrír undir þrítugu látist af völdum Covid-19

Þótt dauðsföll vegna Covid-19 séu fleiri á undanförnum vikum en í fyrri bylgjum, er dánarhlutfall þeirra sem greinast lægra en í fyrri bylgjum í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19. Þrír einstaklingar undir þrítugu hafa látist af völdum Covid-19 og þar af eitt barn á þriðja aldursári.

Sóða­legir graffarar spreyjuðu „dick“ á bruna­bíl barnanna

Halldóra Guðmundsdóttir leikskólastjóri á Drafnarsteini vestur í bæ segir aðkomuna í morgun, þegar starfsfólk og börn mættu í leikskólann sinn, hafa verið ömurlega. En þá höfðu einhverjir sóðalegir og óprúttnir aðilar tekið sig til og spreyjað á húsakynni og dót leiksskólabarnanna; hús og leikföng voru útötuð í fjólubláu spreyi.

Meðferð á dóttur Írisar fjarstýrt frá Reykjavík

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá persónulegri reynslu sinni af því þegar nauðsynlegt var að koma dóttur sinni undir læknishendur en það reyndist ekki hlaupið að því.

Sjá næstu 50 fréttir