Fleiri fréttir

Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum

Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána.

Satt, logið og á reiki um Óðinstorg

Hið umdeilda Óðinstorg hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðu undanfarna daga og vikur. Ýmsu hefur verið fleygt fram um framkvæmdir við torgið og nágrenni þess, kostnað og samþykktir. En hverjar eru staðreyndir málsins?

Svavar Gestsson jarðsunginn

Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.

Borgarstjórn fordæmir árásir

Borgarstjórn hefur set frá sér samhljóða ályktun í kvöld vegna skotárása sem fjallað hefur verið um síðustu daga. Þær hafa beinst að höfuðstöðvum stjórnmálaflokka en ein slík hefur beinst að bíl borgarstjóra.

Fimm konur og fimm karlar bjóða sig fram fyrir Framsókn í NV-kjördæmi

Fimm konur og fimm karlar sækjast eftir sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Val á listann mun fara fram með póstkosningu dagana 16. febrúar til 13. mars að því er fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Fram­sóknar­menn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frum­varp sitt um brugg­hús

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni.

Birtir nafnlausar frá­sagnir í­þrótta­kvenna til að fá sögurnar upp á yfir­borðið

„Það var grillveisla og liðið fer saman út á lífið ásamt þjálfara. Þjálfarinn króar okkur af út í horni og við förum að spjalla bara, allir hressir. Við spyrjum hann hvers vegna ein stúlka gefi ekki kost á sér í þetta skipti sem var mikilvægur hlekkur liðsins. Þjálfarinn lætur þetta út úr sér: „Ég skal segja ykkur það ef þið komið í sleik við mig.“ og „ég skal segja ykkur það ef þið komið með mér í threesome.“

Ríkissjóður aldrei fengið betri lánakjör

Ríkissjóður hefur aldrei fengið hagstæðari kjör en vaxtalaust lán í nýlegu skuldabréfaútboði upp á 750 milljónir evra. Fjármálaráðherra segir markaðinn treysta Íslandi til að geyma þetta fé fyrir sig í sjö ár.

Skipulagsleysi og langar og leiðinlegar ræður

Skipulagsleysið á Alþingi er á ótrúlegu stigi og þingmenn þurfa að gefa stóran hluta fjölskyldu- og einkalífs upp á bátinn til þess að sinna þingstörfum með góðum hætti. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um breytingar á þingskaparlögum á Alþingi í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með fólki á tíræðisaldri flykkjast í bólusetningu fyrir kórónuveirunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“

Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast

Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni.

Vonbrigði að afgreiðsla á styrkjum hafi tafist

 „Ég ætla bara að segja að það eru vonbrigði að það skyldi hafa tafist jafn lengi og raun ber vitni að geta tekið við og afgreitt þessi mál,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag aðspurður um seinagang við greiðslu tekjufalls- og viðspyrnustyrkja.

Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið

Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum.

Útför Svavars Gestssonar frá Dómkirkjunni

Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, verður borinn til grafar í dag. Útför Svavars verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 13.

Vísbendingar um að hreyfing sé komin á klakastífluna

Þjóðvegi 1 frá Námaskarði að gatnamótum Vopnafjarðarafleggjara hefur verið lokað þar sem vísbendingar eru um að hreyfing sé komin á klakastífluna sunnan við brúna sem fer yfir Jökulsá á Fjöllum.

90 ára og eldri boðið í bólu­setningu í dag

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður í dag öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru 90 ára og eldri í bólusetningu við Covid-19. Nær boðið til allra sem eru fæddir árið 1931 eða fyrr og fer bólusetningin fram á Suðurlandsbraut 34.

Síbrotagæsla vegna fjársvika á Facebook

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um helgina karlmann um þrítugt í síbrotagæslu til 26. febrúar. Var það gert að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á meintum fjársvikum mannsins.

Mikill sinu­bruni­ við Korp­úlfs­staðaveg

Mikill sinubruni logar nú við Korpúlfsstaðaveg í Reykjavík. Fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu og er slökkvistarf í gangi. Tvær stöðvar voru sendar á staðinn sem og auka tankbíll úr Hafnarfirði.

Allt að fimmtán stiga frost

Það verður austan og suðaustan gola eða kaldi og bjart með köflum í dag en stinningskaldi og stöku él við suðurströndina að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Grunaður um að hafa kveikt í bíl

Upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bíl í Austurbænum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einn einstaklingur handtekinn grunaður um að hafa kveikt í bílnum. Var hann færður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný

Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi.

Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja

Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar.

Lilja vonsvikin með Disney

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sent Bob Chapek, forstjóra Disney, bréf þar sem hún hvetur fyrirtækið til þess að bjóða í meira mæli upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni, Disney+. Hún kveðst hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún komst að því hve lítið af slíku efni er í boði hjá fyrirtækinu.

Sjá næstu 50 fréttir