Fleiri fréttir

Slasaðist við að slökkva eld í potti

Einn slasaðist við að slökkva eld sem kom upp í potti við Múlasíðu á Akureyri nú síðdegis. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar í samtali við fréttastofu.

Víglínan á hálendinu og í innflutningi landbúnaðarvara

Ekki er eining innan stjórnarflokkanna um frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra sem enn er í nefnd eftir fyrstu umræðu í lok desember. Þá má finna andstöðu við frumvarpið víða utan þings eins og innan sveitarstjórna, þótt almennt sé mikill stuðningur við það í samfélaginu að stofnaður verði hálendinsþjóðgarður.

Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunar­sveitar­bíl

„Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“

Ráðherrar heim­sækja Seyðis­fjörð á þriðju­dag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni.

Rýmingu af­létt að hluta á Seyðis­firði og bærinn kominn á hættu­stig

Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig.

Áfram neyðarstig á Seyðisfirði

Neyðarstig verður áfram í gildi á Seyðisfirði og hættustig á Eskifirði. Þetta var ákveðið í dag eftir fund almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og lögreglu með ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands, aðgerðarstjórn, vettvangsstjórn og fulltrúum mikilvægra innviða og stofnana á Austurlandi nú fyrir hádegi.

Skoða hvort hægt sé að af­létta hluta rýmingar

Vonast er til að hægt verði að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Aðgerðastjórn og Veðurstofan fundaði í morgun klukkan tíu í samhæfingarstöð almannavarna varðandi næstu skref en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar klukkan tólf tökum við stöðuna á Seyðisfirði þar sem íbúar hafa ekki enn getað snúið til síns heima vegna skriðuhættu.

Þrettán greindust innanlands í gær

Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru átta í sóttkví við greiningu. Fimm voru utan sóttkvíar. Öll greindust í einkennasýnatöku.

Síðasti þáttur Sprengisands fyrir jól

Síðasti þáttur Sprengisands fyrir jól hefst á Bylgjunni í dag klukkan 10. Þar verður farið yfir víðan völl og ýmislegt gert upp fyrir jólin.

Óku utan í bíl manns eftir vítaverðan akstur á Hellisheiði

Lögreglan á Suðurlandi greip til þess ráðs að aka utan í bíl karlmanns sem hafði ekið á vítaverðan hátt á Suðurlandsvegi frá höfuðborginni til Selfoss. Enginn slasaðist í aðgerðum lögreglu en ökumaðurinn var handtekinn.

Vatns­þrýstingur fer minnkandi í jarð­vegi

Vatnsþrýstingur hefur minnkað í jarðvegi á Seyðisfirði og útlit er fyrir að hreinsunarstarf geti hafist. Aðgerðarstjórn og samhæfingarstöðin hafa skipulagt björgunarstarf og gera nú áætlanir um hreinsun. 

Fluguhnýtingarkassar smíðaðir af föngum

Fluguhnýtingar kassar smíðaðir af föngum á Litla Hrauni renna út eins og heitar lummur til veiðimanna, sem þurfa að geyma flugurnar sínum á góðum stað. Efni úr gömlu varðstjóraborði á Litla Hrauni er meðal annars notað í kassana.

„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“

Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. Við sýnum frá Seyðisfirði í fréttum okkar klukkan hálf sjö.

„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“

Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi.

Skelltu sér saman í bú­staðinn og smituðust af Co­vid-19

Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar við greiningu. Rekja má smit sem greindust í gær til hóps sem fór saman í sumarbústað, sem sýni vel að veiran sé enn úti í samfélaginu.

Telja jarð­lög enn ó­stöðug vegna skriðu sem féll í morgun

Óheft umferð um Seyðisfjörð verður óheimil í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verða rýmingar á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi. Skriða sem féll í morgun gefur vísbendingar um óstöðugleika í jarðlögum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar klukkan tólf tökum við stöðuna á Seyðisfirði, en bærinn var rýmdur í gærkvöldi eftir að stórar aurskriður féllu þar í gær.

Sagðist ekki þurfa að nota grímu og neitaði að yfir­gefa verslunina

Rétt fyrir miðnætti þurfti lögregla að hafa afskipti af konu í verslun í Garðabæ sem þvertók fyrir það að nota andlitsgrímu og neitaði jafnframt að yfirgefa verslunina. Þegar lögreglu bar að garði vildi hún ekki gefa upp nafn og kennitölu og gaf á endanum upp rangt nafn.

Of margir á staðnum og gestir með leiðindi við lög­reglu

Lögreglan sinnti göngueftirliti í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem staðan var tekin á veitingahúsum bæjarins. Sérstaklega var hugað að þeim stöðum sem fengu athugasemdir síðustu helgi en samkvæmt dagbók lögreglu var ástandið almennt mjög gott. Einn staður var þó rýmdur vegna brota á samkomubanni.

Sér fyrir endann á úr­komu en á­fram skriðu­hætta

Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum.

Fjárlög næsta árs samþykkt á Alþingi

Fjárlög 2021 voru samþykkt á Alþingi nú rétt eftir klukkan tíu með 33 atkvæðum en 28 greiddu ekki atkvæði. Fjárlögin markast af viðbrögðum stjórnvalda við áhrifum kreppunnar sem fylgir kórónuveirufaraldrinum.

Sjá næstu 50 fréttir