Viðskipti innlent

Viljinn tekinn til gjald­þrota­skipta

Jakob Bjarnar skrifar
Björn Ingi Hrafnsson. Samkvæmt Lögbirtingarblaðinu er Viljinn gjalþrota en þar á bæ láta menn það þó ekki stöðva sig frá því að flytja fréttir.
Björn Ingi Hrafnsson. Samkvæmt Lögbirtingarblaðinu er Viljinn gjalþrota en þar á bæ láta menn það þó ekki stöðva sig frá því að flytja fréttir. vísir/vilhelm

Viljinn, fjölmiðill Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Frá þessu er greint í Lögbirtingarblaðinu. Þetta var samkvæmt úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðinn 24. apríl 2024. Skiptastjóri var skipaður Steinunn Guðbjartsdóttir en frestdagur „við gjaldþrotaskipti var tilgreint við nafn viðkomandi bús.“ Skiptafundur er tímasettur 13. ágúst 2024 en frestdagur var 26. október 2023.

Ekki náðist í Björn Inga vegna málsins en ekki er annað að sjá en þar á bæ séu menn enn við fréttaskrif og láta þetta ekki trufla sig hið minnsta. Þar trónir á toppi frétt undir fyrirsögninni „Miðflokkurinn með 13,4% fylgi“, skrifuð í dag og er ritstjórn skrifuð fyrir fréttinni:

„Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn skv. nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands með 25,4% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn næst stærstur með 19% en í þriðji sæti er Miðflokkurinn sem er áfram í stórsókn og mælist nú með 13,4% sem er besta útkoma flokksins í skoðanakönnunum í langan tíma.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×