Innlent

Nokkurra bíla á­rekstur á Miklu­braut

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áreksturinn varð nærri aðreininni þar sem maður yfirgefur Miklubraut og ferð upp í Breiðholt.
Áreksturinn varð nærri aðreininni þar sem maður yfirgefur Miklubraut og ferð upp í Breiðholt. Vísir/Vilhelm

Að minnsta kosti fjögurra bíla árekstur varð á Miklubraut á leiðinni í austurátt um klukkan korter yfir þrjú í dag. Þá lá eitt mótorhjól sömuleiðis á götunni.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki verið óskað eftir sjúkraflutningum vegna árekstursins. Það bendir til þess að ekki hafi orðið alvarleg slys á fólki.


Veistu meira um málin að ofan? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×