Innlent

Ellefu verða í fram­boði til em­bættis for­seta Ís­lands

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um úrskurð landskjörstjórnar frá því í morgun þess efnis að ellefu framboð til forseta hafi talist gild.

Tveir sem skilað höfðu inn framboði reyndust ekki hafa náð að safna nægilega mörgum meðmælum til þess að teljast kjörgengir. 

Þá fjöllum við um nýja hagspá Landsbankans sem gerir ekki ráð fyrir að stýrivextir verði lækkaðir fyrr en undir lok árs. 

Einnig heyrum við í fararstjóra íslenska Eurovision hópsins sem er mættur til Málmeyjar í Svíþjóð þar sem söngvakeppnin fer fram að þessu sinni.

Í íþróttapakka dagsins verða undanúrslitin í Subway deild karla til umfjöllunar en þau hefjast í kvöld og einnig rætt um úrslitin í fótboltanum frá því í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×