Innlent

Tveimur sleppt úr haldi á Suður­landi

Samúel Karl Ólason skrifar
Greint var frá því um helgina að fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst látinn í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu á laugardaginn.
Greint var frá því um helgina að fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst látinn í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu á laugardaginn. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn Lögreglunnar á Suðurlandi hafa aflétt gæsluvarðhaldi yfir tveimur af þeim fjórum mönnum sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær, vegna manndráps í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina.

Greint var frá því um helgina að fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst látinn í sumarhúsi í uppsveitum Árnessýslu á laugardaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru mennirnir allir frá Litáen, eins og hinn látni.

Þá eru mennirnir sagðir hafa verið að smíða annan bústað í hverfinu.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að gæsluvarðhaldsúrskurðir hinna tveggja mannanna standi óbreyttir en þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til mánaðamóta.

Þá segir einnig að rannsóknin sé umfangsmikil en hún sé í fullum gangi og miði ágætlega.


Tengdar fréttir

Voru að byggja annan bústað

Mennirnir sem eru í haldi lögreglu í tengslum við andlát manns í sumarhúsi í Kiðjabergi voru að smíða annan bústað í sumarhúsabyggðinni.

Lögregla heldur spilunum þétt að sér

Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi.

Fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir fjórum sakborningum sem handteknir voru vegna rannsóknar á meintu manndrápi í uppsveitum Árnessýslu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×