Innlent

Björguðu strönduðum ferða­mönnum í Gróttu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Í fjarska úti í Gróttu sjást ferðamennirnir klöngrast upp í slöngubát Ársæls.
Í fjarska úti í Gróttu sjást ferðamennirnir klöngrast upp í slöngubát Ársæls. Slysavarnafélagið Landsbjörg

Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn.

Félagar í björgunarsveitinni Ársæli fóru á slöngubát út í Gróttu og komu þeim til bjargar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Þar kemur fram að ekkert amaði að ferðamönnunum en að vistin í eynni hefði vísast orðið kalsasöm því ekki verði göngufært úr Gróttu til lands fyrr en undir tíu í kvöld.

Foktjón á Dalvík

Björgunarsveitin Dalvík var einnig kölluð út fyrr í dag vegna foktjóns. Þakgluggi á íþróttahúsinu hafði fokið upp og af og fleiri þakgluggar voru lausir. Um þetta leyti var allhvasst á Dalvík og vindar upp á um tuttugu metra á sekúndu.

Skömmu eftir að björgunarsveitarliðar lögðu af stað á vettvang barst önnur tilkynning um foknar þakplötur á öðru húsi. Báðum verkefnum var sinnt en á íþróttahúsinu þurfti að festa þakplötu yfir gatið sem þakglugginn hafði skilið eftir sig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×