Innlent

Allar rúður brotnar hjá Fiski­kónginum við Soga­veg

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sumt fólk er fífl, segir fiskikóngurinn Kristján Berg.
Sumt fólk er fífl, segir fiskikóngurinn Kristján Berg. Vísir/Vilhelm

Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu.

Upptökur hafi náðst af manninum brjóta rúðurnar með þakrennu. Hann sé góðkunningi lögreglu.

„Við erum vel tryggð en verslun okkar á Sogavegi opnar ekki fyrr en kl 12:00 vegna þessara uppákomu,“ segir Kristján.

Hann segist ekki átta sig á þeirri þörf að skemma fyrir öðrum; ekki hafi verið reynt að brjótast inn heldur sé bara „verið að skemma, brjóta og brammla og eyðileggja fyrir öðrum, eitthvað sem við fjölskyldan erum að vinna að byggja upp og halda vel utan um“.

Allar rúður verslunarinnar voru brotnar.Vísir/Vilhelm

„Eigum við þetta skilið?“ spyr hann. „Er afbrýðisemin svona mikil? Hvað fær fólk til að skemma fyrir öðrum? Það finnst mér vera spurning dagsins.“

Sumt fólk sé fífl, segir hann.

Seki er í haldi lögreglu.Vísir/Vilhelm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×