Íslenski boltinn

Besta byrjun Íslandsmeistara í átta ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og byrja tímabilið vel.
Víkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og byrja tímabilið vel. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarar Víkinga eru með fullt hús og hafa ekki fengið mark á sig eftir fyrstu tvær umferðir Bestu deildar karla í fótbolta.

Víkingur vann 2-0 sigur á Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik og svo 1-0 sigur á Fram í Úlfarsárdal í gærkvöldi þar meistaraheppnin var svo sannarlega með Víkingum.

Framarar skoruðu að því virtist löglegt mark en dómari leiksins dæmdi það af. Það var á elleftu mínútu en Erlingur Agnarsson skoraði síðan eina löglega markið á 64. mínútu.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gefur fagnað stigunum en frammistaðan þarf þó að verða betri ætli liðið að verja titilinn.

Titilvörn liðs í úrvalsdeild karla hefur ekki byrjað betur í átta ár eða síðan að FH-ingar unnu tvo fyrstu leiki sína sumarið 2016.

Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára á undan, Breiðablik á 2023 tímabilinu og Víkingur á 2022 tímabilinu, höfðu byrjað sumarið á bæði sigri og tapi í fyrstu tveimur leikjunum.

Það þarf síðan að fara eitt ár aftur til viðbótar til að finna ríkjandi Íslandsmeistara sem fengu ekki mark á sig eftir tvo leiki en Stjörnumenn héldu marki sínu hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum sumarið 2015.

  • Stig Íslandsmeistara eftir tvo leiki í titilvörn:
  • Víkingur 2024 - 6 stig (+3 í markatölu, 3-0)
  • Breiðablik 2023 - 3 stig (+1, 5-4)
  • Víkingur 2022 - 3 sitg (-2, 2-4)
  • Valur 2021 - 4 stig (+2, 3-1)
  • KR 2020 - 3 stig (-2, 1-3)
  • Valur 2019 - 1 stig (-1, 3-4)
  • Valur 2018 - 4 stig (+1, 2-1)
  • FH 2017 - 4 stig (+2, 6-4)
  • FH 2016 - 6 stig (+4, 5-1)
  • Stjarnan 2015 - 6 stig (+3, 3-0)
  • KR 2014 - 3 stig (0, 3-3)
  • FH 2013 - 6 stig (+4, 5-1)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×