Fótbolti

Jóhannes Karl fram­lengir við KSÍ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson er aðstoðarmaður Åge Hareide.
Jóhannes Karl Guðjónsson er aðstoðarmaður Åge Hareide. Getty Images/Alex Nicodim

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnusamband Íslands og mun vera aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins til ársloka 2025.

Frá þessu greinir KSÍ í dag. Þar segir að samningurinn gildi til nóvember á næsta ári en framlengist sjálfkrafa ef Ísland er í umspili um sæti á lokakeppni HM 2026. Jafnframt verður hann framlengdur sjálfkrafa ef Ísland kemst á HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Jóhannes Karl hefur verið aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Íslands frá því í janúar 2022. Hann hefur þjálfað HK og ÍA hér á landi sem og hann spilaði lengi vel sem atvinnumaður. Þá spilaði hann 34 A-landsleiki á sínum tíma.

Næstu verkefni A-landsliðs karla eru vináttuleikir gegn Englandi og Hollandi ytra í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×