Sport

Dag­skráin í dag: Barcelona tekur á móti PSG, LeBron, Curry og úr­slita­keppni kvenna í körfu­bolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Börsungar eru einu marki yfir í einvígi sínu við París Saint-Germain.
Börsungar eru einu marki yfir í einvígi sínu við París Saint-Germain. Ibrahim Ezzat/Getty Images

Það er háspennu þriðjudagur á rásum Stöðvar 2 Sport. Við fáum að vita hvaða tvö lið verða fyrst inn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, umspil NBA-deildarinnar hefst og þá eru tveir leikir í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.20 tekur Njarðvík á móti Val í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.35 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 hefst útsending frá Þýskalandi þar sem Borussia Dortmund tekur á móti Atlético Madríd. Heimamenn leiða einvígið 2-1. Að leik loknum, klukkan 21.00, eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá.

Klukkan 23.30 er komið að viðureign Los Angeles Lakers og New Orleans Pelicans. Liðin mættust í lokaumferð deildarkeppninnar og þar hafði Lakers betur, 124-108. Nú er leikurinn öllu mikilvægari en sigurvegarinn mætir Denver Nuggets í úrslitakeppninni.

Klukkan 02.00 taka Sacramento Kings á móti Golden State Warriors í hinum umspilsleik Vesturdeildar NBA. Sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign Lakers og Pelicans.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.50 tekur Grindavík á móti Þór Akureyri í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta. Með sigri tryggir Grindavík sæti sitt í undanúrslitum.

Vodafone Sport

Klukkan 18.50 tekur Barcelona á móti París Saint-Germain í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Börsungar leiða einvígið 3-2.

Klukkan 23.35 er leikur Panthers og Maple Leafs í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×