Fótbolti

Ísak Berg­mann á skotskónum og Düsseldorf dreymir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ísak Bergmann fagnar marki sínu í dag.
Ísak Bergmann fagnar marki sínu í dag. @f95

Fortuna Düsseldorf vann 2-0 útisigur á Wehen í þýsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð og lætur sig dreyma um sæti í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Ísak Bergmann Jóhannesson er á láni hjá Fortuna frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn. Hann var í byrjunarliðinu og skoraði síðara mark liðsins á 64. mínútu leiksins. Markið skoraði hann með hægri fæti eftir gott hlaup inn á teig. Hann hefur nú skorað þrjú mörk og gefið fimm stoðsendingar í 24 deildarleikjum.

Eftir sigur dagsins er Fortuna í 3. sæti með 52 stig, fimm stigum á eftir St. Pauli í 2. sætinu og sex á eftir Holstein Kiel sem trónir á toppnum.

Efstu tvö lið B-deildarinnar fara beint upp í þýsku úrvalsdeildinni á meðan liðið í 3. sæti fer í umspil við liðið í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×