Viðskipti innlent

Verður sam­skipta­stjóri Skaga

Atli Ísleifsson skrifar
Erla Tryggvadóttir.
Erla Tryggvadóttir. Skagi

Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hún hefur síðustu ár gegnt stöðu samskiptastjóra VÍS.

Í tilkynningu kemur fram að hjá Skaga muni Erla bera ábyrgð á almennatengslum, markaðsmálum, fjárfestatengslum, ásamt sjálfbærni. 

„Erla hefur áralanga reynslu í almannatengslum og markaðsmálum. Áður en hún hóf störf hjá VÍS sem samskiptastjóri árið 2019, var hún starfandi framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um sjálfbærni. Hún starfaði einnig hjá Brandenburg auglýsingastofu, á samskipta-og markaðssviði hjá Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka og starfaði lengi hjá RÚV, bæði í sjónvarpi og útvarpi. 

Erla er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er jafnframt með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá HR og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS) og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Erla hefur þegar hafið störf,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Skagi inn í Kauphöllina í stað VÍS

Skagi er nýtt móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Framtíðarskipulag samstæðunnar hefur verið kynnt og samþykkt af hluthöfum með tilfærslu tryggingareksturs í dótturfélag. Skagi verður skráða félagið í félagið í Kauphöll Íslands, sem áður var undir merkjum VÍS. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×