Íslenski boltinn

HK fékk fyrstu sekt sumarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, sá gult á Akureyri.
Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, sá gult á Akureyri. Vísir/Hulda Margrét

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sektað HK um 7000 krónur vegna fjölda gulra spjalda sem liðið fékk þegar það heimsótti KA í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

HK er ekki spáð góðu gengi í sumar en náði í óvænt stig gegn KA þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli við erfiðar aðstæður á Akureyri. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður, var án efa besti leikmaður HK í leiknum.

Það er ekki hægt að segja að leikmenn gestanna hafi ekki barist fyrir stiginu en alls fékk HK sjö gul spjöld í leiknum. Hefur KSÍ því ákveðið að sekta HK um þúsund krónur á spjald eða sjö þúsund krónur alls.

Allt í allt fóru 52 gul spjöld á loft í 1. umferð Bestu deildar karla. Það gerir að meðaltali 8,7 spjöld í leik.

Einnig fóru tvö rauð spjöld á loft. Bæðu komu í Árbænum og bæði komu eftir að Fylkir hafði tapað 3-4 fyrir KR. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis hlaut eitt þeirra og hitt hlaut Halldór Steinsson í liðsstjórn Árbæinga.

Báðir verða þeir í leikbanni þegar Fylkir mætir Val í 2. umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×