Íslenski boltinn

Gummi Ben fékk að heyra það fyrir spá sína um KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson og Baldur Sigurðsson hlusta á Guðmund Benediktsson í Stúkunni í gær.
Ólafur Jóhannesson og Baldur Sigurðsson hlusta á Guðmund Benediktsson í Stúkunni í gær. S2 Sport

Aron Sigurðarson spilaði aðeins í rúmar 25 mínútur í fyrsta leik sínum með KR í Bestu deildinni um helgina því hann varð að fara meiddur af velli snemma í leiknum á móti Fylki.

„Höfum við einhverjar fréttir af því hvort Aron sé eitthvað mikið meiddur,“ spurði Ólafur Jóhannesson í Stúkunni í gærkvöldi.

„Aron var klárlega meiddur fyrir þennan leik,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar.

„Af hverju notar hann þá,“ spurði Ólafur og hélt áfram: „Það er nánast heimska,“ sagði Ólafur.

„Ég get alla vega sagt þér það. Ég var beðin um að spá fyrir um fyrstu umferðina á fótbolti.net. Ég sagði að þessi leikur færi jafntefli því það væri erfitt fyrir KR að vinna án Arons,“ sagði Guðmundur.

„Ég var búinn að heyra það að hann væri meiddur. Ég og fjölskyldan mín fengum árásir á okkur fyrir þessa spá og þar var því haldið fram við mig að Aron væri svo sannarlega heill heilsu. Hann var ekki meira heill heilsu en þetta,“ sagði Guðmundur.

„Nú tala ég sem þjálfari. Það er fyrsta umferð og besti maðurinn þinn er eitthvað tæpur. Þá hvílir þú hann. Þú tekur ekki sjensinn á því. Jafnvel þótt að hann vilji spila,“ sagði Ólafur.

Það má horfa á alla umfjöllunina um Aron og meiðsli hans hér fyrir neðan.

Klippa: Stúkan: Umræða um meiðsli Arons Sigurðssonar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×