Íslenski boltinn

Sjáðu fyrstu mörk Blika í Bestu deildinni í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jason Daða Svanþórsson fagnar marki sínu á móti FH í gær.
Jason Daða Svanþórsson fagnar marki sínu á móti FH í gær. Vísir/Anton Brink

Breiðablik vann 2-0 sigur á FH í lokaleik fyrstu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi.

Blikarnir skoruð eitt mark í hvorum hálfleik en Viktor Karl Einarsson var maðurinn á bak við þau bæði.

Fyrst átti Viktor Karl frábæra stoðsendingu á Jason Daða Svanþórsson sem kom Breiðabliki í 1-0 strax á 14. mínútu.

Seinna markið kom á 77. mínútu en það skoraði varamaðurinn Benjamin Stokke sem hafði komið inn á völlinn sex mínútum fyrr.

Viktor Karl átti þá skot sem fór af varnarmanni og til Stokke sem afgreiddi boltann í markið.

Það má sjá bæði mörkin hér fyrir neðan en þau skila Blikum í efsta sæti deildarinnar.

Klippa: Mörk Breiðablik í sigri á FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×