Íslenski boltinn

Heimir ó­sáttur eftir leik: Má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, taldi sína menn eiga skilið meira úr leiknum eftir eftir 2-0 tap sinna manna gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í 1. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, byrjuðum ekki nægilega vel. Vorum góðir í seinni hálfleik, Sköpuðum góða möguleika, áttum að fá víti í stöðunni 1-0.“

„Það er oft með dómara að þeir þekkja leikmenn ekki nægilega vel. Sigurður Bjartur (Hallsson, framherji FH) lætur sig ekki detta. Damir (Muminovic, miðvörður Breiðabliks) bombar hann niður og það á að vera víti,“ sagði Heimir og hélt áfram að láta Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins heyra það.

„Í fyrra, þegar við vorum í Evrópubaráttu, var Ívar Orri að dæma. Danijel Djuric (leikmaður Víkings) lætur sig detta þegar Ástbjörn (Þórðarson) er í honum á gulu spjaldi. Niðurstaðan gult og rautt.“

„Mér finnst dómgæslan í byrjun móts vera þannig að það má ekki anda og þá er búið að lyfta spjaldi. Þegar það eru svo aðalatriði og þetta er aðalatriði, þá er ekki hægt að dæma á það.“

Alls fóru 52 gul spjöld á loft í 1. umferð Bestu deildar karla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×