Innlent

Lítil gasmengun mælst um helgina

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lítil gasmengun hefur mælst frá eldgosinu yfir helgina.
Lítil gasmengun hefur mælst frá eldgosinu yfir helgina. Vísir/Vilhelm

Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina mallar áfram og er nú einn gígur virkur. Hraunflæði er nú aftur farið að renna að megninu til suðurs eftir að það flæddi til norðurs um tíma í gær. Lítil gasmengun hefur mælst um helgina.

Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Nyrðri gígbarmurinn brast klukkan hálf tíu í gærvöldi og fór kvika þá að streyma í norðurátt. Hraunið er nú farið að renna aftur að megninu til suðurs en sú framrás kviku sem varð í gærkvöldi til norðurs virðist hafa bunkast upp á hæðina að því er fram kemur í tilkynningunni. Þá heldur gígbarmurinn áfram að hlaðast upp.

Þar segir að landris hafi aukist nokkuð í Svartsengi en út frá GPS myndum og gervitunglamyndum hafi land risið um tvo til þrjá sentímetra frá 2.-7. apríl. Það er minna landris en mældist eftir fyrri gos síðustu mánuði. 

„Aukið landris gæti verið merki um að kvikuflæði hafi aukist inn í Svartsengi eða að tregða sé komin í flæði kviku úr eldgosinu,“ segir í tilkynningunni. 

Þá hefur lítil gasmengun mælst á mælum Umhverfisstofnunar og Veðurstofunnar um helgina en áfram geta mælst tímabundið há gildi brennisteinsdíoxíðs í kringum eldgosið og í byggð á Reykjanesskaga eins og verið hefur. 


Tengdar fréttir

Hraunfossinn í nærmynd

Hraunfoss rennur nú yfir gígbarminn í eina gígnum sem enn lifir í eldgosinu við Sundhnúka. Björn Steinbekk flaug dróna yfir gosið fyrr í dag og fangaði sjónarspilið í nærmynd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×