Íslenski boltinn

FH-ingar hafa unnið síðustu fjóra klukku­tíma á móti Blikum 6-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar fagna marki á móti Blikum síðasta sumar.
FH-ingar fagna marki á móti Blikum síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét

FH-ingar heimsækja Blika í kvöld í lokaumferð bestu deildar karla í fótbolta. FH-ingar hafa verið með ágætt tak á Blikum í síðustu deildarleikjum liðanna.

Blikar komust í 2-0 eftir aðeins átján mínútna leik á móti FH í fyrsta deildarleik liðanna í fyrra. Fimm dögum áður höfðu Blikar unnið bikarleik liðanna 3-1. Fimm Blikamörk á 118 mínútum en síðan ekki söguna meir.

FH-ingar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 2-2 jafntefli.

FH vann síðan næstu tvo leiki liðanna 2-0, fyrst 3. september og svo aftur 17. september í úrslitakeppninni.

FH hefur þannig skorað sex mörk í röð á móti Breiðabliki án þess að Blikar hafa náð að svara fyrir sig.

Blikar hafa jafnframt spilað í 252 mínútur á móti FH í Bestu deildinni án þess að ná að skora. Meira en fjóra markalausa klukkutíma.

Davíð Snær Jóhannsson skoraði þrjú af þessum sex mörkum FH á móti Blikum í fyrra en hann er farinn út í atvinnumennsku. Eetu Mömmö og Kjartan Henry Finnbogason, sem skoruðu líka sitthvort markið, eru ekki með FH.

Liðin mættust í Lengjubikarnum á dögunum og þá vann FH-liðið enn einu sinni núna 3-1. Blikar komust reyndar yfir með marki Eyþórs Arons Wöhler en Björn Daníel Sverrisson, Dusan Brkovic og Baldur Kári Helgason tryggðu FH sigur.

  • Síðustu mörkin í deildarleikjum Breiðablik og FH:
  • Davíð Snær Jóhannsson, FH (í 2-2 jafntefli FH og Breiðabliks 10. júní 2023)
  • Davíð Snær Jóhannsson, FH (í 2-2 jafntefli FH og Breiðabliks 10. júní 2023)
  • Kjartan Henry Finnbogason, FH (í 2-0 sigri FH 3. september 2023)
  • Eetu Mömmö, FH (í 2-0 sigri FH 3. september 2023)
  • Davíð Snær Jóhannsson, FH (í 2-0 sigri FH 17. september 2023)
  • Vuk Oskar Dimitrijevic, FH (í 2-0 sigri FH 17. september 2023)
  • -
  • - Síðasta mark Blika á móti FH í Bestu deildinni skoraði Viktor Karl Einarsson fyrir 252 mínútum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×