Innlent

Rýma svæði á Seyðis­firði og Nes­kaup­stað vegna snjó­flóða­hættu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Vænta má frekari upplýsinga að fundi Veðurstofunnar og Almannavarna loknum. 
Vænta má frekari upplýsinga að fundi Veðurstofunnar og Almannavarna loknum.  Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur eflt til rýminga á tveimur svæðum á Seyðisfirði og einu á Neskaupstað frá klukkan tíu í kvöld vegna snjóflóðahættu.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi kemur fram að rýmingarnar nái yfir svæði 17 og 18 á Seyðisfirði. Íbúar þriggja húsa sem eru á því svæði hafi þegar verið upplýstir, búsettir á Ránargötu 8, 9 og 11.

Þá hafi Veðurstofa ákveðið rýmingar á svæði 4 í Neskaupstað auk Þrastarlundar. Þar sé fyrst og fremst um iðnaðarsvæði og hesthús, innan við bæinn. Fram kemur að unnið sé að því að koma skilaboðum til rekstraraðila og eigendur þeirra húsa.

Loks segir að fundur sé fyrirhugaður með Veðurstofu og Almannavörnum seinna í dag og að búast megi við frekari tilkynningum í kjölfar þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×