Veður

Djúp lægð nálgast og við­vörun gefin út

Árni Sæberg skrifar
Búast má við hríð á Austurlandi í kvöld, einkum til fjalla.
Búast má við hríð á Austurlandi í kvöld, einkum til fjalla. Vísir/Vilhelm

Djúp lægð nálgast landið úr suðri og því verður vaxandi norðaustanátt á landinu í dag, 10 til 18 metrar á sekúndu um hádegi en 15 til 23 seinnipartinn, hvassast suðaustantil. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið austanvert.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands segir að él verði norðaustanlands en annars bjartviðri. Í kvöld bæti síðan í ofankomuna og búast megi við hríðarveðri á Norðaustur- og Austurlandi, einkum til fjalla. 

Gul viðvörun taki gildi í dag og fram á kvöld vegna hríðar og storms á austanverðu landinu. Hér má sjá hvenær viðvörun gildir á hverjum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×