Fótbolti

Segir of mikið á­lag á æfingum ekki á­stæðuna fyrir meiðslavandræðum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Erik ten Hag telur ekki að álag á æfingum sé að valda meiðslavandræðum Manchester United.
Erik ten Hag telur ekki að álag á æfingum sé að valda meiðslavandræðum Manchester United. Matthew Peters/Manchester United via Getty Images

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, blæs á þær vangaveltur að æfingastíll hans sé að valda miklum meiðslavandræðum liðsins.

Meiðslalisti Manchester United virðist lengjast með hverjum deginum. Snemma í þessari viku bættust tveir nýir menn á listann þegar greint var frá því að Lisandro Martinez og Victor Lindelöf yrðu frá næstu vikurnar.

Nýjustu meiðslatíðindi félagsins hafa fengið marga til að velta fyrir sér hvað það er sem veldur þessum langa meiðslalista og eru einhverjir sem telja að æfingum liðsins sé um að kenna. Til að mynda var fullyrt í staðarmiðlinum Manchester Evening News á dögunum að hluti leikmanna félagsins hefur áhyggjur af þeim kröfum sem þjálfarinn Erik ten Hag setti á þá. Hollendingurinn hefur þó blásið á þær vangaveltur.

„Nei, æfingarnar hjá okkur eru ekki of erfiðar. Við þurfum að vera í formi,“ sagði Ten Hag er hann var spurður út í æfingar liðsins.

„Miðað við það hvernig þessi deild er þá þarftu að vera í formi. Annars geturðu ekki mætt til leiks á jafningjagrundvelli. Við æfum ekki of mikið,“ bætti Ten Hag við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×