Fótbolti

Ó­trú­legt öskubuskuævintýri Saarbrucken á enda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn FC Kaiserslautern fagna marki í gærkvöldi.
Leikmenn FC Kaiserslautern fagna marki í gærkvöldi. Christian Kaspar-Bartke/Getty Images

Ótrúlegt öskubuskuævintýri þýska C-deildarliðsins FC Saarbrucken er á enda eftir tap gegn FC Kaiserslautern í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær.

Saarbrucken fór ótrúlega leið í undanúrslit. Saarbrucken sló út B-deildarlið Karlsruher SC í fyrstu umferð áður en félagið mætti liðum úr efstu deild í næstu þremur umferðum.

Það voru heldur engin smálið sem Saarbrucken þurfti að slá út á leið sinni í undanúrslitin, en liðið mætti Bayern München í annarri umferð, Eintracht Frankfurt í þriðju umferð og Borussia Mönchengladbach í átta liða úrslitum.

Öskubuskuævintýrið tók þó enda í gærkvöldi þegar Saarbrucken þurfti að sætta sig við 2-0 tap gegn B-deildarliði Kaiserslautern þar sem Marlon Ritter og Almamy Toure skoruðu mörk Kaiserslauten.

Kaiserslautern er því á leið í úrslit þýsku bikarkeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2003 þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Bayern München. Andstæðingar þeirra verða annað hvort Bayer Leverkusen eða Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar hans í Fortuna Düsseldorf, en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×