Fótbolti

Sevilla for­dæmir kynþáttaníð sem þjálfari og leik­maður urðu fyrir

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sevilla sigraði 0-1 gegn Getafe í gær. Leikurinn var stöðvaður um stund vegna kynþáttaníðs.
Sevilla sigraði 0-1 gegn Getafe í gær. Leikurinn var stöðvaður um stund vegna kynþáttaníðs. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images

Sevilla hafa sent út yfirlýsingu í kjölfar kynþáttaníðs og útlendingahaturs sem leikmaðurinn Marcos Acuna og þjálfarinn Quique Sanchez Flores urðu fyrir í leik gegn Getafe í gær. 

Leikurinn var stöðvaður á 68. mínútu í tvær og hálfa mínútu eftir að dómara var gert grein fyrir hrópum og köllum stuðningsmanna í átt Acuna. 

Fjórði dómari sagði frá því að þónokkur rasísk skilaboð hafi beinst að Acuna, samkvæmt reglum deildarinnar var leikurinn strax stöðvaður og dómari nýtti kallkerfi til að biðja stuðningsmenn að hætta þessu. 

Samkvæmt skýrslu dómarans var hrópað „Acuna api“ og „Acuna, þú ert af öpum kominn“, hrópin bárust frá áhorfendum sem sátu við miðlínu vallarins, beint fyrir aftan fjórða dómarann.

Sanchez Florez, þjálfari Sevilla og fyrrum þjálfari Getafe, sagði svo frá því eftir leik að stuðningsmenn Getafe hafi einnig níðst á honum og ítrekað kallað hann sígauna. 

Sem hann er, að eigin sögn, en sagði stuðningsmennina hafa notað orðið í niðrandi merkingu. Hvergi var minnst á þetta atvik í skýrslu dómarans. 


Tengdar fréttir

Brast í grát á blaða­manna­fundi

Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior, leikmaður Real Madríd, gat ekki haldið aftur tárunum á blaðamannafundi þar sem allar spurningar blaðamanna sneru að þeim kynþáttafordómum sem grassera á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×