Fótbolti

Tveggja marka sigur Dortmund í Der Klassiker

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Der Klassiker, einvígi Bayern Munchen og Borussia Dortmund, fór fram í dag.
Der Klassiker, einvígi Bayern Munchen og Borussia Dortmund, fór fram í dag. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images

Borussia Dortmund vann 2-0 á útivelli gegn Bayern Munchen í 27. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Karim Adeyemi skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu eftir góðan undirbúning Julian Brandt. Julian Ryerson tvöfaldaði svo forystuna og tryggði Dortmund sigur eftir sendingu Sebastian Haller.

Harry Kane minnkaði muninn í uppbótartíma en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun. 

Sjö umferðir eru nú eftir af þýsku úrvalsdeildinni og þó Bayern Munchen eigi enn möguleika virðist ekkert ætla að koma í veg fyrir að 13 ára sigurganga þeirra endi í vor og Bayer Leverkusen lyfti titlinum. Þeir þurfa aðeins þrjá sigra til þess úr næstu sjö leikjum. 

Þetta voru mikilvæg þrjú stig fyrir Dortmund sem berst við Stuttgart og Leipzig um Meistaradeildarsæti. Dortmund er nú í 4. sæti deildarinnar með 53 stig, þremur stigum ofar en Leipzig og þremur stigum neðar en Stuttgart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×