Innlent

Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“

Samúel Karl Ólason skrifar
Erfitt er að fanga gígana í eldgosinu með öðru en drónum og vefmyndavélum.
Erfitt er að fanga gígana í eldgosinu með öðru en drónum og vefmyndavélum. Skjáskot/Ísak Finnbogason

Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út.

Á Facebooksíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segir að stærsti gígurinn sé orðinn „formfagur“. Er vísað til nýs myndbands sem drónaflugmaðurinn Ísak Finnbogason birti á Youtube í dag, og var tekið upp þann 24. mars.

„Svona myndefni er kærkomið til að átta sig betur á aðstæðum, enda er mjög takmarkað aðgengi að umbrotasvæðinu og myndefni úr vefmyndavélum í raun það eina sem býðst.“

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Ísak hefur verið duglegur að nota dróna til að fanga eldgosin á Reykjanesi síðustu ár og streymir hann stundum af drónaflugi í margar klukkustundir. Hann fangaði til að mynda það þegar hraunið flæddi ofan í Melhólsnámu á dögunum. Þá horfðu allt að fimmtán þúsund manns á streymið, þegar mest var.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×