Innlent

Pétur Markan næsti bæjar­stjóri Hvera­gerðis

Lovísa Arnardóttir skrifar
Pétur hefur undanfarin ár starfað sem biskupsritari.
Pétur hefur undanfarin ár starfað sem biskupsritari.

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mun leggja það til á aukafundi bæjarstjórnar 2. apríl að Pétur G. Markan verði næsti bæjarstjóri Hveragerðis. Pétur tekur við starfinu af Geir Sveinssyni. Starfslokasamningur hans var samþykktur á fundi bæjarstjórnar síðasta föstudag. 

Pétur hefur síðustu ár sinnt embætti biskupsritara og stýrt samskiptamálum kirkjunnar. Þar á undan var Pétur sveitarstjóri Súðavíkurhrepps auk þess sem hann starfaði sem formaður fjórðungssambands Vestfjarða og formaður Vestfjarðarstofu.

Geir Sveinsson lét af störfum sem bæjarstjóri í síðustu viku og sagði í aðsendri grein að hann væri þakklátur að losna undan eitraðri menningu minnihlutans. Geir fékk um þrettán milljónir í biðlaun og skerðast launin hans ekki fái hann annað starf. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Starfslok Geirs staðfest í bæjarstjórn

Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn.

Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans

Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað.

Segir full­trúa minni­hlutans vega illa að Geir

Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra.

„Ljóst að hann réð ekki við verk­efnið“

Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×