Íslenski boltinn

Rétt gíraður Eiður sé einn besti haf­sent landsins

Aron Guðmundsson skrifar
Eiður Aron Sigurbjörnsson er nýjasti leikmaður Vestra. Davíð Smári, þjálfari liðsins, segir að þegar að Eiður Aron sé rétt gíraður og í góðu standi sé hann einn besti hafsent landsins.
Eiður Aron Sigurbjörnsson er nýjasti leikmaður Vestra. Davíð Smári, þjálfari liðsins, segir að þegar að Eiður Aron sé rétt gíraður og í góðu standi sé hann einn besti hafsent landsins. Vísir

Davíð Smári Lamu­de, þjálfari ný­liða Vestra í Bestu deild karla í fót­­bolta segir nýjasta leik­mann liðsins. Reynslu­­boltann Eið Aron Sigur­björns­­son, vera þá týpu af leik­manni sem Vestri var að leita að. Eiður sé mjög móti­veraður fyrir komandi tíma­bili með Vest­­firðingum. Davíð segir Eið Aron, rétt gíraðan og í góðu standi, einn besta haf­­sent deildarinnar.

Gengið var frá tveggja ára samningi milli hins 34 ára gamla Eiðs Arons og Vestra í kjöl­far æfingar­ferðar liðsins til Tenerife á dögunum þar sem að Eiður Aron æfði við góðar að­stæður með liðinu.

„Það var alla­vegana gríðar­legur vilji okkar megin að klára þetta eftir þessa viku­löngu æfingar­ferð. Hann stóð sig gríðar­lega vel. Sýndi mikinn metnað í því sem hann gerði og virtist vera hrika­lega móti­veraður í því að koma til okkar. Það var því bara ein­faldast fyrir okkur að klára þetta.“

Eiður á að baki 202 leiki í efstu deild hér á landi, lengst af með liði ÍBV og þá var hann einnig á mála hjá Val árin 2017 til 2021. Þá á hann einnig að baki feril úti í at­vinnu­mennsku í Noregi, Sví­þjóð og Þýska­landi.

Eyja­maðurinn spilaði 21 leik í Bestu deildinni á síðasta tíma­bili með liði ÍBV sem féll niður í Lengju­deildina að tíma­bilinu af­loknu.

Klippa: Davíð Smári um Eið Aron: Mikil ábyrgð lögð á hann

Og í hvernig standi virkar Eiður Aron núna?

„Hann virkar í hrika­lega flottu líkam­legu standi. Þá er þetta týpa af leik­manni sem við höfum svo­lítið vera að leitast eftir. Sterkur karakter með titla á bakinu sem og leiki í efstu deild og er­lendis. Styrkur fyrir okkur innan sem utan vallar. Og líka vert að taka fram að það er mikil á­byrgð lögð á hans herðar. Við ætlumst til mikils af honum. Ég tel komu hans til okkar hrika­lega góða fyrir báða aðila.“

En hvað kemur Eiður Aron með að borðinu inn í þetta lið Vestra innan vallar?

„Reynslu. Ég ætla líka bara að tala hreint út með það að Eiður Aron, í góðu standi og rétt gíraður, er einn besti haf­sent landsins. Við höfum verið að leitast eftir því að finna réttu karakterana í þetta lið. Við erum auð­vitað að fara inn í gríðar­lega stórt tíma­bil fyrir Vestra. Það er alltaf gott að hafa stóra karaktera þegar að við erum að taka næsta skref sem lið. Eitt­hvað sem við vorum að sækjast eftir.“

En er von á fleiri nýjum leik­mönnum í lið Vestra fyrir upp­haf tíma­bils?

„Ég á von á kannski einum leik­manni í við­bót. Ég vona það.“

Fyrsta umferð Bestu deildar karla

  • Laugardagur 6. apríl

  • 19:15 Víkingur R. - Stjarnan


  • Sunnudagur 7. apríl
  • 13:00 Fram - Vestri
  • 16:15 KA - HK
  • 19:15 Valur - ÍA
  • 19:15 Fylkir - KR


  • Mánudagur 8. apríl
  • 19:15 Breiðablik - FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×