Innlent

Bein út­sending frá gos­stöðvunum

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Eldgos hófst við Sundhnúkagíga 16. mars síðastliðinn, það sjöunda í röð gosa á Reykjanesskaga undanfarin ár.
Eldgos hófst við Sundhnúkagíga 16. mars síðastliðinn, það sjöunda í röð gosa á Reykjanesskaga undanfarin ár. vísir/vilhelm

Enn er kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Eitthvað dró úr virkni í nótt en þetta gos hefur þó staðið lengur en þrjú síðustu gos á undan.

Gosið hófst þann 16. mars síðastliðinn, það sjöunda í röð gosa á Reykjanesskaga undanfarin ár.

Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans.

Vefmyndavél Vísis frá Grindavík:

Vefmyndavél Vísis frá Svartsengi:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×