Innlent

Svipaður kraftur og varnar­garðar halda enn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Virkni í gosinu, sem hófst 16. mars, hefur haldist nokkuð stöðug.
Virkni í gosinu, sem hófst 16. mars, hefur haldist nokkuð stöðug. vísir/vilhelm

„Varnargarðarnir halda þessu enn þá og beina hrauni frá byggð. Hraunið hefur mest verið að þykkna.“

Þetta segir Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá veðurstofunni um stöðuna á hraunflæði frá eldgosinu við Sunhnúkagíga. Eldgosið sjálft hefur verið stöðugt og litla breytingu er að sjá á gígunum.

„Hraunið flæðir áfram meðfram varnargörðunum norðan og austan Grindavíkur. Það hraun sem er að renna meðfram varnargörðunum norðan Grindavíkur heldur áfram að fylla upp í Melhólsnámu,“ segir Einar Bessi.

Þá hefur gossprungan haldist stöðug frá þriðja degi goss. Sama má segja um kraftinn í gosinu. Varðandi gasmengun segir Einar Bessi að með norðanátt, líkt og í dag, getur gasmengun borist til Grindavíkur. Í kvöld muni hins vegar áttin snúast til suðausturs og gasmengun þá borist yfir Svartsengi og Reykjanesbæ.


Tengdar fréttir

Meta hvort hægt sé að nota hluta námunnar aftur

Undirbúningur fyrir hækkun varnargarðanna norðan við Grindavík hefur staðið yfir í dag. Þá ætla sérfræðingar einnig að leggja mat á hvort hægt verði að sækja til þess efni í Melhólsnámu, eftir að hraun flæddi inn í hana í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×