Innlent

Aukin hætta vegna gasmengunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Gasmengun mun líklega berast yfir Grindavík og Bláa lónið næstu daga.
Gasmengun mun líklega berast yfir Grindavík og Bláa lónið næstu daga. Vísir/Vilhelm

Aukin hætta er vegna gasmengunar á öllum svæðum við eldstöðvarnar við Sundhnúk. Hætt er við því að gasmengun muni berast yfir Grindavík og önnur nærliggjandi svæði um helgina.

Nýtt hættumat tók gildi klukkan þrjú í dag og gildir til klukkan þrjú á mánudaginn. Hætta á gasmengun er talin meiri á öllum öryggissvæðum við eldstöðvarnar en undanfarna daga.

Í nýrri uppfærslu á vef Veðurstofu íslands segir að eldvirkni við Sundhnúk hafi haldist stöðug milli daga. Lítil sem engin skjálftavirkni sé í kvikuganginum eða nágrenni hans og það bendi til þess að kvika sé ekki að safnast í kvikuhólfinu undir Svartsengi, heldur renni hún beint út um gosopin.

Talið er að mælingar næstu daga muni leiða það betur í ljós.

„Hætta af völdum gasmengunar er metin meiri á öllum svæðum m.v. síðastliðna daga. Það er vegna veðurspár næstu daga og hærri mældra gilda á flæði brennisteinsdíoxíð (SO2) frá gígunum og hraunbreiðunni nú en áður,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Svæðin sem um ræðir má sjá á myndinni frá Veðurstofunni hér að neðan.

Veðurstofa Íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×