Innlent

Illa fengin dekk upp­spretta dóms­máls

Jón Þór Stefánsson skrifar
Dómurinn er á þeirri skoðun að manninum hefði átt að vera ljóst að dekkin væru þýfi.
Dómurinn er á þeirri skoðun að manninum hefði átt að vera ljóst að dekkin væru þýfi. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hlaut í vikunni sextíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundna til tveggja ára, í Héraðsdómi Vesturlands vegna dekkja.

Maðurinn var ákærður fyrir hylmingu. Honum var gefið að sök að hafa um einhvern tíma, á tímabilinu frá fjórða febrúar til og með fyrsta mars í fyrra, hafa á heimili sínu tvo dekkjaganga með álfelgum. Í ákæru segir að manninum hafi vitað, eða hafi átt að vera ljóst að dekkjagangarnir væru þýfi.

Hann hafi þar af leiðandi haldið dekkjunum ólöglega frá eiganda þeirra, en þeim hafði verið stolið þegar þau voru utandyra á ótilgreindum stað skömmu áður.

Maðurinn mætti ekki í þingfestingu málsins sem fór fram fyrr í þessum mánuði. Fjarvera hans var metin að jöfnu við játningu, en í dómnum segir að sú afstaða sé ekki í bága við gögn málsins. Brotið telst því sannað og maðurinn var því sakfelldur.

Hann hafði ekki hlotið dóm áður, en líkt og áður segir var hann dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×