Innlent

Hreppti áttunda sæti og tryggði sér þátt­töku­rétt

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sindri Sigurðsson við matreiðslustörf í Evrópuforkeppninni í Þrándheimi.
Sindri Sigurðsson við matreiðslustörf í Evrópuforkeppninni í Þrándheimi. Aðsend

Sindri Sigurðsson náði áttunda sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d'Or matreiðslukeppninnar í Þrándheimi í vikunni. Árangur Sindra veitir honum þátttökurétt í aðalkeppninni sem haldin verður í Lyon í Frakklandi í janúar 2025. Bocuse d'Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims.

Í keppninni í Noregi matreiddi Sindri bæði kjötrétt og fiskrétt fyrir 20 dómara og hafði til þess fimm og hálfa klukkustund. Allt gekk samkvæmt áætlun og árangurin var glæsilegur. Maturinn var borinn fram á annars vegar viðarplötum og hins vegar silfurfati. Sindri, aðstoðarmaður hans og þjálfari voru hæstánægðir með úrslitin.

Nú taka við stífar æfingar Sindra hjá þjálfara hans Sigurjóni Braga. Sigurjón keppti sjálfur í Bocuse d'Or árin 2023 og 2013. Aðstoðarmaður Sindra er Hinrik Örn Halldórsson, og dómari Íslands á hátíðinni var Þráinn Freyr Vigfússon.

Góður Árangur Íslendinga

Fyrsti Íslendingurinn sem tók þátt í Bocuse d'Or var Sturla Birgisson sem keppti árið 1999 og náði fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar margoft náð góðum árangri í keppninni. Bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 sem fengu báðir bronsverðlaun. Bocuse d'Or matreiðslukeppnin hefur verið haldin síðan 1987.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×