Fótbolti

Lögregluleit í húsa­kynnum Rubiales og spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luis Rubiales er í banni frá öllum afskiptum af knattspyrnu næstu þrjú árin en hann skildi eftir sig syndaslóð sem formaður spænska knattspyrnusambandsins.
Luis Rubiales er í banni frá öllum afskiptum af knattspyrnu næstu þrjú árin en hann skildi eftir sig syndaslóð sem formaður spænska knattspyrnusambandsins. Burak Akbulut/Anadolu Agency via Getty Images)

Meiriháttar lögregluaðgerðir fóru fram í dag eftir rannsóknir á spillingarmáli tengt spænska ofurbikarnum. Lögregluleit var gerð í húsnæði spænska knattspyrnusambandsins og á heimili fyrrum formanns þess, Luis Rubiales.

Fyrirkomulag spænska ofurbikarsins var breytt árið 2020 þegar ákveðið var að fjögur félög skyldu taka þátt í stað tveggja og mótið allt færi fram í Sádi-Arabíu. 

Luis Rubiales varð formaður spænska knattspyrnusambansins árið 2018, ári síðar var ákvörðunin svo tekin að færa ofurbikarinn til Sádi-Arabíu. Sambandið þétti budduna þokkalega með þeirri ákvörðun, opinberlega hefur talan aldrei verið gefin upp en spænsku blöðin héldu því fram á sínum tíma að sambandið hafi fengið 40 milljónir evra á ári fyrir þriggja ára samning, sem var svo framlengdur. 

Spænska sambandið er ekki það eina sem hefur samið við Sádana, úrslitaleikir í bikarkeppnum Ítalíu og Tyrklands fóru þar fram fyrr á tímabilinu. 

Málið hefur verið til rannsóknar hjá ríkislögreglu Spánar í samvinnu við Europol síðan þann 30. maí 2022 þegar formleg kæra barst á hendur sambandsins.  

Greint er frá því að leit hafi verið gerð í ellefu húsnæðum í dag, þeirra á meðal húsakynnum knattspyrnusambandsins í Madríd og heimili Rubiales í Granada. Sjö fyrirskipaðar handtökur liggja fyrir og aðrir fimm verða teknir til yfirheyrslu. 


Tengdar fréttir

Beiðni um nálgunar­bann á Ru­bi­a­­les sam­þykkt

Beiðni sak­sóknara­em­bættisins á Spáni, þess efnis að nálgunarbann yrði sett á Luis Ru­bi­a­les, fyrrum for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins til þess að koma í veg fyrir að hann hafi sam­band við Jenni Her­mos­o, leik­mann spænska kvenna­lands­liðsins, hefur verið samþykkt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×