Fótbolti

Mainoo spilaði sig inn í enska lands­liðið í sigrinum á Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobbie Mainoo hefur verið færður upp í enska A-landsliðið eftir frábæra frammistöðu sína á móti Liverpool.
Kobbie Mainoo hefur verið færður upp í enska A-landsliðið eftir frábæra frammistöðu sína á móti Liverpool. Getty/Eddie Keogh

Manchester United strákurinn Kobbie Mainoo hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn en þetta kemur fram á heimasíðu enska sambandsins.

Þessi átján ára gamli miðjumaður hefur spilað frábærlega síðan hann fékk sitt fyrsta alvörutækifæri hjá Manchester United.

Enska landsliðið er að fara að mæta Brasilíu og Belgíu og voru margir á því að hann hefði átt að vera í hópnum þegar hann var tilkynntur.

Hann var það ekki en átti síðan stórleik í bikarsigrinum á Liverpool um helgina.

Gareth Southgate hefur nú bætt úr þessu og kallað þennan spennandi leikmann inn í landsliðið.

Mainoo átti að vera með 21 árs landsliðinu en hefur nú verið færður upp í A-landsliðið.

Hann hafði aðeins spilað samanlagt í tíu mínútur í ensku úrvalsdeildinni fyrir þetta tímabil en er nú fastamaður á miðju Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×