Fótbolti

Dani Alves biður um að losna úr fangelsinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Alves situr hér fyrir framan dómara í réttarsal í Barcelona á Spáni.
Dani Alves situr hér fyrir framan dómara í réttarsal í Barcelona á Spáni. Getty/D.Zorrakino

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Dani Alves vill losna úr fangelsinu þar til að áfrýjun hans er tekin fyrir hjá spænskum dómstólum.

Í lok febrúar var þessi 41 árs gamli fyrrum knattspyrnumaður dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga konu á skemmistað.

Að þess að fá fangelsisdóminn þá var hann dæmdur til að að greiða konunni 150 þúsund evrur í skaðabætur eða 22 milljónir íslenskra króna.

Alves áfrýjaði dómnum og nú er lögfræðingur hans að reyna að fá hann lausan úr fangelsi þar til málið er tekið fyrir.

Lögfræðingurinn hefur meðal annars boðið það að láta vegabréf Alves af hendi en dómarar hafa óttast það að hann flýi Spán og fari í felur í Brasilíu.

Alves hefur aftur á móti lofað að halda sig í Barcelona og neitar því að hann ætli sér að yfirgefa landið.

„Ég ætla ekki að flýja. Ég trúi á réttlætið,“ sagði Dani Alves við spænska blaðið Sport.

Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær niðurstaðan kemur en spænskir fjölmiðlar búast við því að það verði í þessari viku.

Það styttist óðum í það að Dani Alves hafi dúsað í fangelsi í einn fjórðung af dómnum sem gefur honum rétt á að sækja um reynslulaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×