Innlent

Bein út­sending: Mál­þing um fram­tíð ramma­á­ætlunar

Atli Ísleifsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og myun flytja opnunarávarp málþingsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og myun flytja opnunarávarp málþingsins. Vísir/Vilhelm

Málþing um framtíð rammaáætlunar fer fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Málþingið hefst klukkan níu og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi að neðan.

Það er umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið sem boðar til málþingsins sem markar upphaf vinnu starfshóps, sem ráðherrann Guðlaugur Þór Þórðarson skipaði til að endurskoða verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun).

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnarinnar sé kveðið á um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, til að tryggja megi ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi.

Dagskrá:

  1. Umhverfis, orku-, og loftslagsráðherra - Guðlaugur Þór Þórðarson, flytur opnunarávarp
  2. Lögbundna stjórntækið rammaáætlun og þróun þess: tækifæri og áskoranir - Jón Geir Pétursson, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar
  3. Sex sjónarmið gegn rammaáætlun. - Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku,
  4. Rammaáætlun í náttúruvernd - Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar
  5. Samband Íslenskra sveitarfélaga verður með ávarp.

Kaffihlé

  1. Rammaáætlun, er komið að leiðarlokum? - Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við HÍ
  2. Góður rammi? - Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, aðjúnkt við HÍ og frv. forstjóri Skipulagsstofnunar.
  3. Hvers vegna rammaáætlun? - Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, frv. formaður 3. áfanga rammaáætlunar.
  4. Rammaáætlun – barn síns tíma? - Daði Már Kristófersson, prófessor við HÍ.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×