Innlent

Öflugasta gosið hingað til

Jón Þór Stefánsson skrifar
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir mögulegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum en líklegar á næstu sólarhringum.
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir mögulegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum en líklegar á næstu sólarhringum. Vísir/Einar

Magnús Tumi Guðmundsson eldfjallafræðingur segir að gosið sem hófst í kvöld virðast vera það kraftmesta af þeim sem hafa verið á Reykjanesskaganum undanfarin misseri.

„Þetta virðist nú vera kraftmesta gosið fram að þessu. Sprungan er svona þrír og hálfur kílómeter að lengd, mjög öflug. Hún nær frá norðanverðu Hagafelli og norður á móts við Stóra Skógfell. Hún er öll mjög virk,“ segir Magnús í samtali við Rúv.

Hann segir að samkvæmt útreikningum sínum sé ekki langt í að hraunið nái að Grindavíkurvegi annars vegar og hins vegar að varnargörðum við Grindavík.

„Nú er spurning hversu hratt dregur úr þessu. Þetta virðist vera kraftmesta gosið fram að þessu, ekki stærðargráðu meira, en heldur öflugra en það sem hefur komið fram að þessu,“ segir Magnús Tumi sem segir ólíklegt af fenginni reynslu að ekki fari að draga úr rennslinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×