Skoðun

Sigur­bogi

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir skrifar

Þann 9. mars síðastliðin varð sá gleðilegi atburður að veruleika að svokölluð regnhlífasamtök voru stofnuð og fengu þau nafnið Sigurbogi.

Þau samtök sem eru undir Sigurboga í dag eru eftirfarandi: 1. Samtök aðstandenda og fíknisjúkra-SAOF sem eru baráttu og þrýstihópur. 2. Sterk saman sem heldur úti hlaðvarpinu Sterk saman 3. Foreldrahús sem er fyrir börn og fjölskyldur í vanda.

Á þessum fundi voru ekki mörg samtök mætt þó fleiri hafi verið boðuð til. Það er þó trú okkar að við munum vaxa og dafna til þess að geta barist og staðið saman.

Við erum sterkari saman ef við þurfum við að beita okkur fyrir einhverju brýnu málefni og því sterkari þeim mun erfiðara að hunsa okkur.

Landslagið er ekki uppá marga fiska í áfengis og vímuefnamálum hér á landi og þarf hvert félag fyrir sig að berjast fyrir sínum málstað til að fá aukinn skilning og fjármagn en þar gæti Sigurbogi styrkt okkur öll og sem dæmi má nefna að komi fram þingsályktunartillaga sem eitt félaganna vill skrifa umsögn um, þá er sá möguleiki fyrir hendi að leita til hinna og biðja um stuðning og væri þá umsögnin frá Sigurboga með nöfnum þeirra samtaka sem væru þar undir.

Einnig ef það skapaðist sameiginlegur grundvöllur fyrir einhverju einu málefni þá væri það gert undir nafni Sigurboga. Við tökum það skýrt fram að ekki er um samruna að ræða heldur meira stuðningur hvort við annað og samhjálp.

Þegar við hjá samtökum aðstandenda og fíknisjúkra byrjuðum okkar starf vorum við fljót að sjá að þetta vantaði því að sannleikurinn er jú sá að í grunnin þá erum við að berjast fyrir sama fólkið, fólk sem á við áfengis og vímefnavanda að stríða þó hvert og eitt félag beiti sér að vissum málaflokki hvers hóps

Við skorum á þau samtök sem eru að berjast fyrir bættu lífi, auknum úrræðum, auknum skilning og minni fordómum í garð fíknisjúkra að leggjast á árarnar öll sem eitt. Í framhaldi af því þá trúum við því að róðurinn verði aðeins léttari á mörgum sviðum.

Hvert félag með sín markmið og málefni fyrir sinn hóp en sameinuð undir Sigurboga erum við sterkari! Við trúum því að það muni fleiri félög bætast í okkar hóp fyrr en varir.

Höfundur er formaður SAOF.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×