Fótbolti

Man. City mætir Real og Arsenal mætir Bayern

Sindri Sverrisson skrifar
Manchester City á titil að verja í keppninni eftir að hafa unnið hana í fyrsta sinn í fyrra.
Manchester City á titil að verja í keppninni eftir að hafa unnið hana í fyrsta sinn í fyrra. Getty/Joe Prior

Dregið var í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í hádeginu í dag. Ríkjandi Evrópumeistarar Manchester City mæta sigursælasta liði keppninnar, Real Madrid.

Þetta var síðasti drátturinn í Meistaradeild Evrópu í ár og nú er orðið ljóst hvaða leið liðin þurfa að fara til að komast í úrslitaleikinn á Wembley 1. júní. 

Engar reglur giltu í drættinum í dag sem komið gátu í veg fyrir að lið frá sama landi mættust.

Átta liða úrslit:

  • Arsenal - Bayern München
  • Atlético Madrid - Dortmund
  • Real Madrid - Manchester City
  • Paris Saint-Germain - Barcelona

Eins og fyrr segir er orðið ljóst hvaða lið gætu mæst í undanúrslitum og því er ljóst að í úrslitaleiknum spilar eitt þessara liða: Atlético Madrid, Dortmund, PSG, Barcelona, og eitt þessara liða: Arsenal, Bayern, Real Madrid, Manchester City.

Undanúrslit:

Atl. Madrid/Dortmund - PSG/Barcelona

Arsenal/Bayern - Real Madrid/Man. City

Leikirnir í átta liða úrslitum fara fram 9./10. apríl og 16./17. apríl. Undanúrslitin fara fram 30.apríl/1. maí og 7./8. maí. Úrslitaleikurinn er svo eins og fyrr segir 1. júní.

Bein útsending frá drættinum var hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×