Innlent

Hvar er Katrín?: Konung­legt klúður og forsetafabúleringar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Pallborðið verður á léttum nótum í dag, í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.
Pallborðið verður á léttum nótum í dag, í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð.

Af hverju eru fólk svona uppveðrað yfir því að Katrín hafi fiktað í mynd af sér og börnunum sínum? Af hverju upplýsir konungsfjölskyldan ekki bara um stöðu  mála og aðgerðina sem prinsessan gekkst undir?

Og er það rétt að Jón og Séra Jón og Jón Gnarr séu allir að bíða eftir því að Katrín forsætis geri upp hug sinn áður en þeir kasta hatt sínum í hringinn? Vill þjóðin Kötu á Bessastaði? Vill Kata á Bessastaði???

Anna Lilja Þórisdóttir, blaðamaður og royalisti, Einar Bárðarsson, plöggari og plokkari, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, mæta til leiks í Pallborðinu í dag til að svara þessum spurningum og fleiri.

Pallborðið er sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi og hefst klukkan 14.

Klippa: Pallborðið: Konung­legt klúður og forsetafabúleringar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×