Fótbolti

Sakar Arteta um að móðga fjöl­skyldu sína

Sindri Sverrisson skrifar
Mikel Arteta var skiljanlega kampakátur eftir sigurinn í gærkvöld en átti einnig í deilum við Sergio Conceicao, stjóra Porto.
Mikel Arteta var skiljanlega kampakátur eftir sigurinn í gærkvöld en átti einnig í deilum við Sergio Conceicao, stjóra Porto. Getty/Marc Atkins

Það sást greinilega í sjónvarpsútsendingu í gærkvöld að knattspyrnustjórar Arsenal og Porto voru illir út í hvor annan, eftir að Arsenal sló Porto út í Meistaradeild Evrópu.

Arsenal vann í vítaspyrnukeppni eftir mikla spennu og verður því með í drættinum á föstudaginn þegar dregið verður í 8-liða og undanúrslit.

Eftir leik í gær sakaði Sergio Conceicao, stjóri Porto, kollega sinn hjá Arsenal, Spánerjann Mikel Arteta, um að móðga fjölskyldu portúgalska stjórans.

„Á meðan á leiknum stóð þá sneri hann sér að bekknum okkar og, á spænsku, móðgaði fjölskylduna mína,“ sagði Conceicao.

„Í lokin kallaði ég til að ná athygli Arteta, vegna þess að manneskjan sem hann móðgaði er ekki lengur á meðal vor,“ sagði Conceicao.

Arteta var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundi en kvaðst ekkert vilja tjá sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×