Enski boltinn

Klopp gagn­rýndi Southgate fyrir að horfa fram­hjá sínum manni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leiknum gegn Manchester City í gær.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í leiknum gegn Manchester City í gær. vísir/Robbie Jay Barratt

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nýtti tækifærið eftir leikinn gegn Manchester City í gær og gagnrýndi landsliðsþjálfara Englands.

Liverpool og City gerðu 1-1 jafntefli á Anfield í stórleik helgarinnar. Klopp var ánægður með sína menn, meðal annars Joe Gomez sem leysti báðar bakvarðastöðurnar í leiknum.

Klopp sagðist jafnframt ekki skilja af hverju Gomez fær ekki tækifæri með enska landsliðinu og skaut á þjálfara þess, Gareth Southgate.

„Joe Gomez. Gareth, í alvörunni“ sagði Klopp í viðtali eftir leikinn.

Gomez hefur leikið ellefu landsleiki. Sá síðasti kom í október 2020.

Gomez hefur leikið 39 leiki með Liverpool á tímabilinu.


Tengdar fréttir

„Móðir allra úr­slita er í frammi­stöðunni“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var sammála fyrirliða sínum Virgil Van Dijk að lið þeirra hafi átt skilið sigurinn gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar. Það breytir því þó ekki að leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfi­eld

„Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×