Innlent

Sviðnir og sótugir stólar eftir elds­voðann

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hreinsunarstarf unnið á Garðatorgi í dag.
Hreinsunarstarf unnið á Garðatorgi í dag.

Óvíst er hvenær húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ verður opnað á ný eftir að eldur kviknaði í nærliggjandi snyrtistofu við Garðatorg í nótt. Stórtjón varð á snyrtistofunni í eldsvoðanum.

Tilkynnt var um eldinn skömmu eftir klukkan eitt í nótt. Eldsupptök eru enn ókunn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 

Hreinsunarstarf stóð yfir á Garðatorgi síðdegis þegar tökumann Stöðvar 2 bar að garði, eins og sést í meðfylgjandi innslagi úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Búið var að bera stóla út á stétt sem voru greinilega sviðnir og sótugir. 

Reykur frá snyrtistofunni barst í nærliggjandi rými, þar á meðal Heilsugæsluna í Garðabæ sem lokað var í dag og áfram á morgun hið minnsta. Talsvert tjón varð þar einnig, á loftræstikerfi og innanstokksmunum. Óvíst er hvenær hægt verður að hefja starfsemi í húsinu á ný en lagt er kapp á að það verði sem fyrst. Á meðan húsnæðið er lokað mun starfsfólk heilsugæslunnar sinna störfum sínum á öðrum heilsugæslustöðvum. 


Tengdar fréttir

Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt

Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×